Fréttayfirlit

Átta tilfelli og sex þeirra sem tengjast morgunsundi

Átta þekkt Covid 19 tilfelli eru nú í samfélaginu okkar og fjórtán í sóttkví, rakningarteymið vinnur nú að því að rekja út frá nýjustu smitum en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman.
13.10.2020
Fréttir

Hver á að fara í sóttkví og hvernig vinnur rakningarteymið?

Kæru íbúar, ykkur til fróðleiks hef ég tekið smá pistil saman um það hvernig rakningarteymið vinnur og hverjir þurfa að sækja sóttkví.
12.10.2020
Fréttir

Skrifstofur sveitarfélagsins

Eyjafjarðarsveit er með nokkrar skrifstofur þessa dagana en starfsmenn vinna nú eftir atvikum í umhverfi eigin sóttkvíar. Síma er svarað milli klukkan 10-14.
12.10.2020
Fréttir

Ráðstafanir í starfsemi sveitarfélagsins vegna Covid 19

Í ljósi aðstæðna hafa sveitarstjóri, skólastjórnendur, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og formaður stjórnar Samherja sammælst um nokkur skref til að draga úr smithættu í samfélaginu.
11.10.2020
Fréttir

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar lokuð næstu daga

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð næstu daga þar sem smit vegna Covid hefur komið upp hjá einstaklingi í starfsmannahóp skrifstofunnar. Þó aðrir séu einkennalausir er brugðist við samkvæmt tilmælum og verður skrifstofan því lokuð þar til rakningarteymi hefur lokið vinnu sinni. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir er talið að búið sé að hafa samband við þá einstaklinga sem mögulega gætu verið útsettir fyrir smiti en rakningu er þó ekki lokið.
09.10.2020
Fréttir

Breytingar á viðverutíma SSNE vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð

Þar sem almannvarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna Covid-19 verðum við að laga áður auglýstan viðverutíma vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð að nýjum aðstæðum. Við verðum öll að gæta ítrustu varkárni og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við veiruna. Þar er ein af megináherslunum að lágmarka samgang fólks á milli. Því bjóðum við nú rafræna aðstoð til allra þeirra sem hyggjast sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð en hægt er að bóka tíma hjá ráðgjöfum SSNE í gegnum tölvupóst eða í síma 464 5400. Opið er fyrir umsóknir til 4 nóvember og ekki er útilokað að við heimsækjum áður auglýsta staði áður en fresturinn rennur út, en til þess þarf neyðarstigi að vera aflétt.
08.10.2020
Fréttir

Ólöf Ása Benediktsdóttir tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna sem framúrskarandi kennari

Ólöf Ása Benediktsdóttir er kennari við Hrafnagilsskóla en hún hefur kennt þar síðan 2005, einkum á unglingastigi. Skólaárið 2016-2017 var hún aðstoðarskólastjóri en auk þess hefur hún sinnt stigstjórn á unglingastigi til margra ára. Íslensku menntaverðlaunin verða afhent 13. nóvember nk. Íslensku menntaverðlaunin voru síðast veitt árið 2012 en þá höfðu þau verið veitt árlega frá árinu 2005.
06.10.2020
Fréttir

Mismunandi einkenni, COVID-19, kvefs og flensu

Mismunandi einkenni, COVID-19, kvefs og flensu
06.10.2020
Fréttir

Bleikar slaufur í október

Dekurdagar og Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit taka höndum saman til að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, sem hefur sent út neyðarkall til samfélagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins. Starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis byggir alfarið á stuðningi frá Krabbameinsfélagi Íslands ásamt styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það sem af er ári hefur styrkjum fækkað og að öllu óbreyttu mun núverandi rekstrafé félagsins vera uppurið í lok febrúar 2021 með tilheyrandi skerðingu á þjónustu.
05.10.2020
Fréttir

Miðvikudaginn 7. október 2020 verður Forvarnardagurinn haldinn í 15 sinn í grunnskólum landsins og í tíunda sinn í framhaldsskólum

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Aðrir samstarfsaðilar að Forvarnardeginum eru Embætti landlæknis, sem sér um verkefnisstjórn dagsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Samfés, Heimili og skóli – landsamtök foreldra, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátar, Rannsóknir og greining og SAFF – Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti í því sem næst öllum grunnskólum landsins og er beint sérstaklega að nemendum í 9. bekk og á 1. ári í framhaldsskólum. Á Forvarnardaginn ræða nemendur um hugmyndir sínar og tillögur um samverustundir með fjölskyldu og æskulýðs- og íþróttastarf, en þetta eru á meðal verndandi þátta gegn áfengi- og vímuefnum.
02.10.2020
Fréttir