Ársafmæli Sundlaugar Hrafnagilsskóla

sundlaug__hrmmynd_400
Sunnudaginn 13. janúar n. k. verður hin glæsilega sundlaug við Hrafnagilsskóla ársgömul. Afmælinu ætlum við að fagna með því að frítt verður í sund á afmælisdaginn, auk þess sem gefinn verður 10% afsláttur af sundkortum.

Vetraropnunartími sundlaugarinnar er:
Alla virka morgna 6:30-8:00
Mánudaga og föstudaga 14:00-21:30
Þriðju-, miðviku- og fimmtudaga 17:00-21:30
Laugardaga og sunnudaga 10-17

Fjöldi gesta sem sótti sundlaug Hrafnagilsskóla á árinu 2007 var 22.651. Fjöldi íþróttaiðkenda í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla á kvöldin og um helgar á árinu 2007 var u.þ.b. 11.000.

Þess má til gamans geta að meðaltal sundferða á landsvísu á hverja 1000 íbúa er 19.000 og af því er ljóst að strax á fyrsta ári er sundlaugin okkar komin fram úr landsmeðaltalinumeðaltalinu þar sem íbúar Eyjafjarðarsveitar eru rétt um 1000.