Átta tilfelli og sex þeirra sem tengjast morgunsundi

Fréttir

Átta þekkt Covid 19 tilfelli eru nú í samfélaginu okkar og fjórtán í sóttkví, rakningarteymið vinnur nú að því að rekja út frá nýjustu smitum en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman.

Af rakningu að dæma virðast flest smitanna að svo stöddu tengjast með beinum eða óbeinum hætti í morgunsund fyrri hluta síðustu viku. Er því gott fyrir fólk að hafa í huga að hringja strax í heilsugæsluna ef einkenni gera vart við sig, sérstaklega ef það tengist þeim hóp. Ef einstaklingar eru með einkenni þá geta þeir fengið tíma í sýnatöku hjá HSN með því að hringja í síma 432-4600.

Sveitarstjóra er ekki kunnugt um nein tilfelli af Covid 19 hjá börnum, foreldrum eða kennurum í leik- og grunnskóla. Nokkur börn og foreldrar eru þó í sóttkví, annarsvegar vegna foreldra sem eru í heimasóttkví og hinsvegar vegna nálægðar við veikan einstakling.

Mikil og tíð samskipti eru nú við aðgerðarstjórn almannavarna á norðurlandi eystra sem aðstoðar við að meta stöðuna hverju sinni og að leggja mat á hvort tilefni sé til breyttra á aðgerða í samfélaginu.