Atvinna - Umsjónarmaður Smámunasafns Sverris Hermannssonar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða umsjónarmann Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Um er að ræða fullt starf yfir sumartímann, en hlutastarf á öðrum tímum.

Helstu verkefni:
• Annast daglegan rekstur og umsjón með Smámunasafninu að Sólgarði í Eyjafjarðarsveit.
• Sjá um rekstur verslunar- og veitingaþjónustu á vegum safnsins.
• Samstarf við félög og nefndir sem sinna ferðaþjónustu og safnastarfsemi.
• Skipuleggja viðburði á vegum safnsins.
• Kynningarstarf og önnur verkefni sem lúta að rekstri  safnsins.

Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Umsækjandi þarf að búa yfir góðum samskiptahæfileikum.
• Hann þarf að geta unnið sjálfstætt.
• Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja rekstrar- og stjórnunarreynslu.
• Tungumálakunnátta er æskileg.

Umsóknarfrestur um starf þetta er til og með 28. febrúar. Umsóknir skulu vera skriflegar og þeim fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Umsóknir sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar Skólatröð 9, 601 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í síma 463 0600.
Eyjafjarðarsveit