Besta sundlaug á landinu

Samkvæmt heimasíðunni sundlaugar.is er sundlaugin við Hrafnagilsskóla besta sundlaug landsins. Samkvæmt vefkostningu á heimasíðunni sundlaugar.is er sundlaugin hér við Hrafnagilsskóla sú besta á landinu. það eru gestir sundlauganna sem gefa þessar einkunnir og þetta sýnir að okkur er að takast vel upp og fólk er ánægt hjá okkur. Svona orðspor er besta auglýsing sem sundstaður getur fengið og íbúar Eyjafjarðar geta verið virkilega stoltir af þessu.