Bleikar slaufur í október

Fréttir

Dekurdagar og Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit taka höndum saman til að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, sem hefur sent út neyðarkall til samfélagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins.

Starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis byggir alfarið á stuðningi frá Krabbameinsfélagi Íslands ásamt styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það sem af er ári hefur styrkjum fækkað og að öllu óbreyttu mun núverandi rekstrafé félagsins vera uppurið í lok febrúar 2021 með tilheyrandi skerðingu á þjónustu.

Dekurdagar selja þessa dagana slaufur til að setja á ljósastaura og póstkassa og rennur allur ágóði þeirra til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5000 kr. (að lágmarki).

Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar og taka þær niður að loknu verkefninu.

Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október.
Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.