Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

Í næstu viku er safnið lokað vegna vetrarleyfis í skólanum
Föstudagurinn 25. febrúar er síðasti opnunardagur fyrir vetrarleyfi.
Við opnum aftur þriðjudaginn 8. mars.

Venjulega er opið á safninu:
Þriðjudaga frá 14:00-17:00
Miðvikudaga frá 14:00-17:00
Fimmtudaga frá 14:00-18:00
Föstudaga frá 14:00-16:00

Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og fara niður í kjallara þaðan.