Dagur byggingariðnaðarins

Dagur byggingariðnaðarins var haldinn í Hofi sl. laugardag. Þar var embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar með kynningarbás. Aðilar frá sveitarfélögunum fjórum sem að baki því standa, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi og Hörgársveit, kynntu sveitarfélögin, skipulagsmál o.fl. málefninu tengt. 

Fjölmargir gáfu sig á tal við þá sem stóðu vaktina í básnum og þótti vel til takast og almenn ánægja með daginn. 

Bás í Hofi á degi byggingariðnaðarins 2018