Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2011

Dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember 2011 kl. 17:00 í hátíðarsal Háskólans á Akureyri á Sólborg.

Háskólinn á Akureyri, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og grunnskólar í Eyjafirði standa sameiginlega að dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Dagskráin fer fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 17:00 – 18:30, allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. 

Dagskráin er mjög fjölbreytt en þar mun Guðmundur Engilbertsson sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar segja frá niðurstöðum rannsóknar á lestrarvenjum barna í fjórum löndum Evrópu. Þá munu börn í grunnskólum í Eyjafirði flytja ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og undirrituð verður viljayfirlýsing um stofnun Rannsóknaseturs um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri.

Dagskrá:
1. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og lektor við HA opnar dagskrána
2. Börn úr grunnskólum í Eyjafirði flytja ljóð um Jónas Hallgrímsson og segja frá nýyrðasmíðum hans
3. Guðmundur Engilbertsson lektor við HA og sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar flytur erindið Vegir liggja til allra 8 – bækur og börn
4. Tónlist, Sigurlaug Indriðadóttir og Stefán Smári Jónsson, nemendur í HA
5. Opnun nýrrar heimasíðu Sjávarútvegsmiðstöðvar HA
6. Undirritun viljayfirlýsingar um stofnun Barnabókaseturs.

Auglýsinguna má sjá hér