Djass í Laugarborg

FRÉTTATILKYNNING FRÁ TÓNLISTARHÚSINU LAUGARBORGmargot_gunnar_120

Tónleikar fimmtudaginn 23. október kl. 20.30
Aðgangseyrir kr. 2.000,-

Flytjendur:
Margot Kiis / söngur
Gunnar Hrafnasson / kontrabassi

Á dagsskránni verða ýmis erlend og íslensk djasslög í útsetningum eftir Margot og Gunnar.

Djassstandarðar eftir G. Gershwin, G. Shearing, D. Ellington, A. Jobim, L. Bonfa, H. Mancini, C.Parker

Lög úr söngleikjum (The Phantom of the Opera & West Side Story)
Popplög eftir Van Morrison, Sting, McCartney & Lennon
Íslensk lög eftir Jón Múla & Gunnar Þórðarson

Þau Margot og Gunnar hafa haldið tónleika á Djasshátíð í Reykjavík árin 2002 og 2004 ásamt stærri hljómsveit og í ágúst sl. spiluðu þau sem dúó á Siglufirði. Árið 2007 gaf Margot út djassplötuna My Romance þar sem Gunnar lék með, ásamt öðrum.