Eðal kaffihlaðborð í Funaborg

Nú setjum við aftur á okkur svunturnar og búum til gómsætar kökur á kaffihlaðborðið okkar en í þetta skiptið verðum við í Funaborg 7. Júlí, frá kl. 13.30-16.30. Það hlaðborð verður ekki síðra en það sem við vorum með síðast en þá kláraðist allt. Verðið er það sama og undanfarin ár eða: 0-6 ára frítt, 7-12 ára 1.000 kr. og 12 ára og eldri 2.000 kr. 

Endilega takið daginn frá til að koma og njóta góðra veitinga á friðsælum stað.

Kvenfélagið Hjálpin