Efnisnáma í landi Hvamms – tillaga að deiliskipulagi

Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 8. júní 2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir efnisnámu í landi Hvamms skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.

Efnisnáman er klöpp sem staðsett er um 500 m vestan við bæjarhúsin í Hvammi og er áætluð stærð námunar allt að 120.000 m3. Mikil skógrækt er á landareigninni og er klöppin umvafin trjágróðri. Athafnasvæði námunnar verður mótað í skógarrjóðri undir klöppinni og má þannig draga úr innsýn á vinnslusvæðið.

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 15. júní 2016 til og með 27. júlí  2016. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 27. júlí 2016.

Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar

Deiliskipulag og umhverfisskýrsla

Deiliskipulagsppdráttur 

Skýringaruppdráttur