Efnistaka er framkvæmdaleyfisskyld

Fréttir

Vakin er athygli á því að öll efnistaka er framkvæmdaleyfisskyld, en eiganda eða umráðamanni eignarlands er þó heimil minni háttar efnistaka til eigin nota nema um sé að ræða jarðmyndanir og vistkerfi sem njóta sérstakrar verndar skv. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999.

Þetta þýðir að sækja þarf um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar fyrir allri efnistöku annarri en til einkanota á viðkomandi eignarlandi. Þar með eru taldar eldri námur, sem ekki eru með gilt framkvæmdaleyfi. Jafnframt er bent á það að efnistökusvæði skal ekki standa ónotað og ófrágengið lengur en þrjú ár.

Þrátt fyrir ákvæðið um efnistöku til einkanota þá má enginn framkvæma neitt í eða við veiðivatn, allt að 100 m frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskstofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, án leyfis Fiskistofu.

Nýtt aðalskipulag um efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit tók gildi í janúar 2019 og eru íbúar hvattir til að kynna sér það með því að smella hér.