Eva Líney Reykdal sellóleikari

Fréttir

Framhaldsprófstónleikar fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 20.00, í Hömrum, Hofi.

Eva Líney Reykdal hóf nám í sellóleik hjá Ásdísi Arnardóttur við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Undanfarin ár hefur hún undirbúið framhaldspróf í sellóleik undir handleiðslu kennara síns Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur. Framhaldsprófinu lýkur með fyrrnefndum tónleikunum þar sem Eva Líney leikur verk eftir Bach, Haydn, Beethoven og Debussy. Auk Evu Líneyjar koma fram á tónleikunum Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri, Helga Kvam píanóleikari, Styrmir Þeyr Traustason píanóleikari og Íris Orradóttir sem leikur á klarinett.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.