Eyðibýli á Íslandi – þrjú bindi

Út eru komin þrjú bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi. Útgáfan er afrakstur rannsókna síðustu tveggja ára.
Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Fyrstu skref verkefnisins voru tekin sumarið 2011 þegar rannsókn fór fram á Suður- og Suðausturlandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin til tveggja landsvæða; Norðurlands eystra og Vesturlands.

Verkefnið hefur verið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, Menningarverðlauna DV og Hvatningarverðlauna iðnaðarráðherra. Upplýsingar um verkefnið eru á www.facebook.com/Eydibyli

Efni hvers bindis er sem hér segir:
Eyðibýli á Íslandi, 1. bindi
Austur-Skaftafellssýsla, Vestur-Skaftafellssýsla og Rangárvallasýsla. Höfundar: Arnþór Tryggvason, Árni Gíslason, Birkir Ingibjartsson, Steinunn Eik Egilsdóttir og Yngvi Karl Sigurjónsson. Ritið er 136 bls. að stærð og fjallar um 103 hús.

Eyðibýli á Íslandi, 2. bindi
Norður-Þingeyjarsýsla, Suður-Þingeyjarsýsla og Eyjafjarðarsýsla. Höfundar: Axel Kaaber, Bergþóra Góa Kvaran, Birkir Ingibjartsson, Hildur Guðmundsdóttir, Olga Árnadóttir, Sólveig Guðmundsdóttir Beck, Steinunn Eik Egilsdóttir og Þuríður Elísa Harðardóttir. Ritið er 168 bls. að stærð og fjallar um 115 hús.

Eyðibýli á Íslandi, 3. bindi
Dalasýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla, Mýrasýsla og Borgarfjarðarsýsla. Höfundar eru þeir sömu og að 2. bindi. Ritið er 160 bls. að stærð og fjallar um 121 hús.

Ritið er gefið út í litlu upplagi af áhugamannafélagi sem stendur fyrir rannsóknunum. Hvert eintak kostar 5.500 kr. Hægt er að panta ritið á heimasíðuni http://www.eydibyli.is/,  senda póst á netfangið gislisv@r3.is eða hringja í síma 588 5800.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður:
Eyðibýli - áhugamannafélag
Gísli Sverrir Árnason formaður
Sími: 588 5800 og 892 5599. Netfang: gislisv@r3.is