Eyjafjarðarsveit fremst sveitarfélaga í endurvinnslu á svæði Eyþings

Fréttir
Frá fundi Eyþings
Frá fundi Eyþings

Þau gleðitíðindi komu fram í erindi á auka aðalfundi Eyþings síðastliðinn laugardag að Eyjafjarðarsveit er fremst sveitarfélaga á svæðinu í endurvinnslu en yfir 60% af sorpi frá sveitarfélaginu fer í endurvinnslu.

Eyjafjarðarsveit trónir á toppnum og fast á hælana fylgir Grýtubakkahreppur og Langanesbyggð en lægsta hlutfallið á svæðinu er undir 10%. Við getum verið afar stolt af þessum tölum enda sveitungar vel meðvitaðir um umhverfi sitt og hversu miklu máli það skiptir. Við eigum þó enn eitthvað inni og með samstilltu átaki munum við og getum verið öðrum fremri á þessu sviði. 

Önnur sveitarfélög ættu að sjá þessar tölur og átta sig á því hversu langt er hægt að ná í endurvinnslu og reyna að auka endurvinnsluhlutfall sitt.