Eyjafjarðarsveit verður heilsueflandi samfélag

Eyjafjarðarsveit gerði nýlega samstarfssamning við Embætti landlæknis um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Karl Frímannsson sveitarstjóri og Birgir Jakobsson landlæknir unirrituðu samninginn þann 15.mars síðastliðinn. 

Samkvæmt heimasíðu landlæknis miðar Heilsueflandi samfélag að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.

Með undirritun samningsins bætist Eyjafjarðarsveit í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt. Þau eru nú sjö talsins og ná til ríflega helmings íbúa landsins.

Að verkefninu stendur fjögurra manna stýrihópur. Það eru Halldóra Magnúsdóttir, Tryggvi Jóhann Heimisson, Vilborg G. Þórðardóttir og Þórir Níelsson.

Áætlað er að halda fjóra sóra viðburði á ári tengda verkefninu og halda úti upplýsingasíðu á internetinu (síða á facebook) og taka saman viðburðadagatal sem sent verður á öll heimili í sveitarfélaginu.

Á myndinni eru þeir Birgir Jakosson, landlæknir og Karl Frímannson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. 

að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.  Með undirritun samningsins bætist Eyjafjarðarsveit í hóp þeirra sveitarfélaga sem skuldbinda sig til þess að efla lýðheilsu og lífsgæði íbúa sinna á markvissan hátt. Þau eru nú sjö talsins og ná til ríflega helmings íbúa landsins.