Eyþing fundaði með þingmönnum

Nú nýverið fundaði Eyþing með þingmönnum á KEA.  Í kjölfar fundarins fóru Steingrímur J. og Þuríður Bachman í framfjörð Eyjafjarðarsveitar og skoðuðu skriðusvæðin.Kaffi var þegið hjá Maríu í Grænuhlíð og húsin í Grænuhlíð skoðuð.  Ástand vega fór ekki framhjá neinum sem fór í þessa ferð.  Fleiri þingmenn eru áhugasamir um að skoða þetta svæði á næstunni.