Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit 30 ára

Fréttir
Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit 30 ára
Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit 30 ára

Blásið var til skemmtilegrar veislu í Laugarborg síðastliðinn sunnudag þar sem eldri borgarar héldu uppá 30 ára afmæli Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit. 

Í tilefni afmælisins mættu stórsöngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason sem tóku nokkur vel valin lög við undirleik Valmars Valjaots. 

Félagið var stofnað þann 4 nóvember 1989 með 32 stofnaðilum en var á hrakhólum með aðstöðu allt til 2009 þegar það komst í núverandi húsnæði, Félagsborgar, í skrifstofum sveitarfélagsins. Vinnusemi, fórnfýsi og almennur áhugi félagsmanna hefur verið drifkrafturinn í mikilvægri starfsemi félagsins sem nú hefur á bilinu 70-80 félaga. 

Í Eyjafjarðarsveit eru um og yfir 230 einstaklingar kjörgengir í þessa skemmtilegur starfsemi en allir þeir sem náð hafa 60 ára aldri mega taka þátt í starfseminni.