Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit efla vetrarferðaþjónustu svæðisins með föstudagsopnunum

Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit, félagar í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar hafa tekið saman höndum um að stíga fyrsta skrefið í að efla vetrarferðaþjónustu svæðisins. Hleypt hefur verið af stokkunum sérstöku opnunarátaki þar sem ferðaþjónustuaðilar opna dyr sínar á föstudögum milli kl. 14 og 18. Eftir það munu veitingastaðirnir Lamb Inn og Silva verða opnir til skiptis þessa daga frá kl. 18 – 20.

Það er von aðstandenda átaksins að ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur verði duglegir að koma þessu á framfæri við gesti sína. Við lítum líka á þetta sem hvatningu til annarra svæða um að velja sér líka fastan opnunardag í viku hverri í vetur. 

Nánari upplýsingar má nálgast hér

Þátttakendur í opnunarátakinu:

Kaffi Kú
Besta kaffið í sveitinni, þó víðar væri leitað.

Gamli bærinn á Öngulsstöðum
Upprunalegir innviðir frá 1820.

Lamb Inn veitingastaður
Lambið í öndvegi. Opið annan hvern föstudag frá 29. janúar.

Silva veitingastaður
Hollustan í fyrrirúmi. Opið annan hvern föstudag frá 5. febrúar.

Smámunasafnið, Sólgarði
ATH opið kl. 13 – 17.

Sólarmusterið Finnastöðum
Friðarhjólið og orkustaðir heimsóttir með leiðsögn og fræðslu um álfa og aðrar verur jarðarinnar.

Holtsel
Opnar 26. febrúar. Ís frá býli.

Dyngjan listhús
Listmunir, handverk og námskeið, jafnvel kaffi hjá Höddu.

Íþróttamiðstöðin Hrafnagili
Opin alla virka daga kl. 06.30 – 21.00. Um helgar 09.00 – 17.00.

Jólagarðurinn, Bakgarðurinn: Töfraveröld jólanna og norræn sælkeraverslun. Opið alla daga 14-18.


Athugið að aðgangseyris er krafist á sumum stöðum og ekki víst að tekið sé við kortum allsstaðar