Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2016 og fyrir árin 2017 -2019 samþykkt

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2016 og fyrir árin 2017 -2019 samþykkt

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 og árin 2017 - 2019 var tekin til síðari umræðu 11. desember s.l.
Áætlunin endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar en samhliða henni var fjárfestingar- og viðhaldsáætlun samþykkt fyrir árið 2016 kr. 47,5 millj. og fyrir árin 2017 - 2019 kr. 168 millj.
Stærstu verkefni sveitarfélagsins eru lagning ljósleiðara um allt sveitarfélagið. Áætluð verklok eru á árinu 2016 og þá eiga öll heimili í sveitarfélaginu kost á tengingu við ljósleiðaranet eða ljósnet. Á árinu 2016 er áætlað að skipulags- og hönnunarvinnu við göngu- og hjólastíg milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar verði lokið en gert er ráð fyrir að hafist verði handa við þá framkvæmd árið 2017.
Fjárhagsáætlun ársins 2016 ber þess merki að launakostnaður vegna kjarasamninga vex nokkuð. Til að mæta þeim kostnaði verður beitt aðhaldi í almennum rekstri sveitarfélagsins án þess þó að dregið verði úr þjónustu við íbúana eða gjaldskrár hækkaðar umfram verðlagsforsendur. Gjaldskrá leikskóla, mötuneytis og skólavistunar er bundin vísitölu og breytist 1. ágúst ár hvert.
Ekki er gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum á áætlunartímabilinu en lán verða greidd niður á árinu 2016 um kr. 29,3 millj. og á árunum 2017 - 2019 um 47,3 millj. og eru langtímaskuldir áætlaðar 113 millj. í lok árs 2019 eða um 12% af áætluðum tekjum.
Nokkrar lykiltölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 í þús. kr.:
• Tekjur kr. 919.392
• Gjöld án fjármagnsliða kr. 875.031
• Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 9240 )
• Rekstrarniðurstaða kr. 35.121
• Veltufé frá rekstri kr. 73.513
• Fjárfestingarhreyfingar kr. 28.850
• Afborganir lána kr. 29.299
• Hækkun á handbæru fé kr. 15.363