Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar samþykkt fyrir árin 2022 og 2023-2025

Fréttir
Eyjafjarðarsveit
Mynd: Gunnlaugur Stefán Guðleifsson
Eyjafjarðarsveit
Mynd: Gunnlaugur Stefán Guðleifsson

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022 og árin 2023 - 2025 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 26. nóvember sl.
Áætlunin endurspeglar sterka stöðu og ábyrgan rekstur Eyjafjarðarsveitar. Þessi sterka staða gerir sveitarfélaginu kleift að sinna í fjárfestinga- og viðhaldsverkefnum án þess að það íþyngi sveitarfélaginu um of.

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022 í þús. kr.
Tekjur kr. 1.244.790
Gjöld án fjármagnsliða kr. 1.145.956
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 3.839 )
Rekstrarniðurstaða kr. 53.383
Veltufé frá rekstri kr. 97.442
Fjárfestingahreyfingar kr. 156.400
Afborganir lána kr. 10.724
Lækkun á handbæru fé kr. 17.981
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.

Á áætlunartímabilinu 2022 - 2025 er ekki gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum. Fjárfesting og markað viðhald á tímabilinu er áætlað kr. 1.158 millj. og er gert ráð fyrir að á tímabilinu verði tekin ný lán 550 millj. Þrátt fyrir þessa lántöku verður skuldahlutfall sveitarfélagsins undir 50% en leyfilegt hámark er 150%
Sveitarfélagið nýtur þess að skuldir eru lágar. Þrátt fyrir að miklar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á áætlunartímabilinu verður fjárhagsstaða Eyjafjarðarsveitar sterk

Helstu verkefni ársins 2022 eru:
Fyrsti áfangi leikskóla og viðbyggingu við Hrafnagilsskóla, gatnagerð, malbikun og frágangur gatna, stækkun og breytingar á skrifstofu sveitarfélagsins.