Frá stjórn Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar 10.-13. ágúst n.k.

Frá Handverkshátíð 2011
Frá Handverkshátíð 2011

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning 10. - 13. ágúst 2012
Stjórn Handverkshátíðar  og Landbúnaðarsýningar þakkar enn og aftur þeim fjölmörgu sem lagt hafa vinnu í að skreyta póstkassa sína. Skreytingarnar hafa vakið mikla athygli og beint augum fólks  að sveitinni okkar  og  hátíðinni sem við nú vinnum að í góðri samvinnu við félagasamtök  í sveitinni.   
Þá vill stjórn sýningarinnar  hvetja alla til að mæta á sýninguna og njóta þess sem þar verður í boði.  Óhætt er að fullyrða að aldrei hefur verið lagt eins mikið í sýninguna.   Sýningarsvæðið verður mun stærra en verið hefur og  þar ættu allir að finna eitthvað áhugavert.  

Á landbúnaðarhluta sýningarinnar verða vélaumboð, afurðarsalar og fjölmargir aðrir sem þjónusta landbúnað.
Landskeppnin „Ungbóndi ársins“ verður haldin á laugardeginum.
Sýndur verður rúningur.
Hestasýningar verða á föstudaginn  og mánudaginn.
Kálfasýning og keppni verður á föstudeginum.
Einnig verður hægt að skoða  kýr, kálfa, kindur, hesta, geitur, svín og fl.

Á handverkshátíðinni  verður  fjölbreytt  handverk og glæsileg hönnun fólks alls staðar að af landinu. Tískusýningar verða í tengslum við sýninguna.
Lagt er upp úr glæsilegri sýningu og að allir  njóti góðra veitinga,  fjölbreyttra tónlistaratriða og þeirrar stemmingar sem ávallt ríkir á handverkshátið.

Á laugardagskvöldinu verður kvöldvaka sem hefst kl. 19:30 með grillhlaðborði. Það kostar kr. 2.900.- krónur fyrir manninn í grillið og fólk er hvatt til að mæta tímalega. Veitingasalan er rekin af UMF Samherjum og Hjálparsveitinni Dalbjörgu og með því að kaupa veitingar styrkjum við áður nefnd félög.
Meðan á grillhlaðborðinu stendur verður flutt notaleg dinnertónlist í tjaldinu. Skemmtidagskráin byrjar kl. 20:30, og er aðgangur ókeypis.
Mikið verður lagt í skemmtidagskrána á kvöldvökunni. Tjaldið verður helmingi stærra en áður hefur verið og dagskráin verður mjög fjölbreytt.
Veislustjórar verða Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir.
Meðal þess sem verður á dagskránni er: Galgopar, Hannes og Sara Blandon, Þjóðlagatríó, auk þess sem unga fólkið í sveitinni leggur hátíðinni lið með tónlistarflutningi bæði á kvöldvökunni svo og alla sýningardagana.

Dagskráin  verður auglýst nánar síðar.