Frábær árangur Samherja

Íslandsmeistaramót 12-14 ára var haldið helgina 3-4 mars og var haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík.

UMSE sendi 16 keppendur á mótið en 10 af þeim eru í Samherjum og 4 til viðbótar sem æfa með Samherjahópnum.
Það er skemmst frá því að segja að krakkarnir stóðu sig frábærlega. Árni Bragi Eyólfsson (Kristnesi) varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi í flokki 13 ára pilta á tímanum 2.29,22 mín og var hann 5 sekúndum á undan næsta manni. Boðhlaupssveit 13 ára stráka varð síðan í 2. sæti í 4x200m, en hana skipuðu Árni Bragi Eyjólfsson(Kristnesi), Hermann Sæmundsson (Merkigili), Ingvar Birgisson (Gullbrekku) og Daníel Godsk Rögnvaldsson (Björk) allir í Samherjum.
13 ára strákarnir urðu í 2. sæti í stigakeppninni á milli félaga með 52 stig, 13 stigum frá 1. sæti. Ingvar komst í úrslit í 60m (7) kúluvarpi(5) og 800m (8). Hermann komst í úrslit í 60m grind (5) og 800m (5), Árni Bragi náði að komast í úrslit í hástökki (8) Egill Ívarsson varð 3. í 800m hlaupi 14 ára stráka, en þeir náðu með mikilli baráttu að komast í 3. sæti í heildarstigakeppni með 48,5 stig, Egill komst einnig í úrslit í 60m grind (8), Freyr Brynjarsson (Hólsgerði) komst í úrslit í 60m grind (7) og 800m (7). Pétur Sigurðsson komst í úrslit í 800m (8).

Aðrir sem fóru voru Sveinborg Daníelsdóttir (Laugalandi), Kristján Sigurðsson, Máni Bulakorn (Vatnsenda) öll 12 ára og komust þau ekki í úrslit en voru nálægt því

Þjálfari var Ari H Jósavinsson