Frábært mötuneyti og góð næring fyrir allar kynslóðir

Fréttir
Sigga, Snæbjörn og Ásta í eldhúsi mötuneytis Eyjafjarðarsveitar
Sigga, Snæbjörn og Ásta í eldhúsi mötuneytis Eyjafjarðarsveitar

Ánægjulegir mánuðir eru að baki með flottu fólki í mötuneyti Eyjafjarðarsveitar en Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari tók við rekstri þess í ágúst síðastliðnum. 

Þær Sigga og Ásta standa vaktina með Snæbirni og framreiða dýrindis máltíðir fimm daga vikunnar fyrir nemendur og starfsmenn Hrafnagilsskóla og Krummakots ásamt starfsmenn sveitarfélagsins, þá mæta eldri borgarar einnig reglulega í mat og njóta veitinganna.  Mikil áhersla er lögð á Íslenskt hráefni, hollan, næringarríkan og bragðgóðan mat en að jafnaði eru eldaðar uppundir 200 máltíðir á dag í eldhúsinu og verður ilmurinn þaðan stundum ómótstæðilega lokkandi.