Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – Kynning 10. október

Ferðamálastofa og Eyþing standa sameiginlega að kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nk. þriðjudag, þann 10. október.
Fyrri fundurinn verður haldinn á Akureyri kl. 11.00 – 12.30 á Hótel Kea og sá seinni í Seiglunni, Laugum í Þingeyjarsveit kl. 15-16.30.

Starfsmenn Ferðamálastofu munu m.a. fara yfir;
- Breytingar á sjóðnum vegna breyttra laga og reglugerðar.
- Hverskonar verkefni eru styrkhæf í sjóðinn og hver ekki.
- Gæðamat sjóðsins og nýtt gæðamatsblað.
- Umsóknarferlið og umsóknareyðublað sjóðsins.
- Hvernig er sótt um sjóðinn?

Einkaaðilar, starfsmenn sveitarfélaga og sveitastjórnarfólk er sérstaklega hvatt til þess að mæta.