Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng

Á fundi sveitarstjórnar 8. nóv. s.l. var eftirfarandi bókun gerð:

„Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir ánægju sinni með að útreikningar sýni að sanngjörn veggjöld geti fjármagnað Vaðlaheiðargöng. Bygging ganganna mun hleypa lífi í atvinnulífið á Norðausturlandi og styrkir byggð á svæðinu.

Sveitarstjórn skorar því á Alþingi, ríkisstjórn og þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra að sjá til þess að hægt sé að hefja framkvæmdir við göngin sem allra fyrst.”