Gjaldskrá á gámasvæði Eyjafjarðarsveitar

Fréttir
Gjaldskrá á gámasvæði Eyjafjarðarsveitar
Gjaldskrá á gámasvæði Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn hefur samþykkt innleiðingu á gjaldskrá fyrir móttöku sorps, úrgangs og annarra efna á gámasvæði sveitarfélagsins og er nú hafinn undirbúningur á innleiðingu gjaldtöku á svæðinu.

Gjaldskráin er eitt af skrefum sveitarfélagsins í átt að því að uppfylla nýleg lög um sorphirðu. Á næstu misserum verða haldnir kynningarfundir vegna innleiðingarinnar og kynningarefni verður sent á heimilin með það að markmiði að einfalda íbúum og öðrum notendum þjónustunnar að flokka rétt og undirbúa sig vel áður en komið er á gámasvæðið.

Markmiðið er að stórbæta flokkun á þeim úrgangi sem til fellur og íbúar koma með á gámasvæðið. Þá er mikilvægt að góð þekking sé meðal þeirra sem gámasvæðið sækja um hvernig eigi að flokka svo að úrgangsstraumarnir fari allir á réttan stað og notendur þjónustunnar geti lágmarkað kostnað sinn við að losna við það sem til fellur á heimilinu eða í þeirra umhverfi.

Kynningar- og innleiðingaferli mun taka einhvern tíma en stefnt hefur verið að því að gjaldtaka geti hafist þann 1.júní en nánari upplýsingar verða sendar út síðar.

Gjaldskrána má nálgast hér.