Gjaldskrá fyrir sorphirðu í kynningu

Nú liggur fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og förgun úrgangs í Eyjafjarðarsveit og endurspeglar hún hlutfall af kostnaði við sorphirðuna. Sú nýbreytni er í gjaldskránni að gjald er lagt á búfjáreigendur til að standa straum að förgun dýraleifa.

Tillagan er nú í umsagnar og kynningarferli, en í janúar er ætlunin að halda íbúafund til að ræða hana og sorphirðumál í sveitarfélaginu.

Hægt er að sjá tillöguna að gjaldskrá með því að smella hér ogminnisblað sem útskýrir forsendur hennar hér .