Góð heimsókn á sveitarstjórnarfund

elvar_jhann_sigursson_120Tónleikaviku Tónlistarskóla Eyjafjarðar er nýlokið  en  haldnir hafa verið tónleikar á ýmsum stöðum á starfssvæðinu, s. s. öllum grunn- og leikskólunum, Kristnesspítala og í fjósinu Stóra Dunhaga 1.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fékk einnig að njóta þessa, þegar Elvar Jóhann Sigurðsson gítarnemi kom á sveitarstjórnarfund í gær þriðjudag og spilaði fyrir fundarfólk.