Guðsþjónusta í Grundarkirkju, sunnudaginn 20. október kl. 11:00

Grundarkirkja
Grundarkirkja

Sunnudaginn 20. október verður guðsþjónusta í Grundarkirkju kl. 11:00. Kór sem heitir Kórinn og starfar í Reykjavík mun koma í heimsókn og taka þátt í messunni. Kórstjóri er Krisztina Kalló, organisti í Árbæjarkirkju. Kórinn mun syngja kafla úr ,,Stuttu messunni“ eftir Gounod.
 
Kórinn á sér yfir tuttugu ára sögu en hann er stofnaður upp úr Landsvirkjunarkórnum sem var einn virkasti fyrirtækjakór landsins. Hann hefur sungið bæði hér innanlands við ýmis tækifæri og farið í söngferðir til Danmerkur, Svíþjóðar og Ungverjalands. Á síðustu árum hefur kórinn lagt sig eftir að syngja trúarlega tónlist af ýmsum toga.

Þá mun Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja nokkur af gömlu lögunum við Hallgrímssálma sem kórinn flytur á fræðsludagskrá í Glerárkirkju fimmtudaginn 17. október kl. 20:00.

Prestur við guðsþjónustuna verður sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, ræðuefni hans verður kirkjusöngur og trúarskáldin.