Hólasandslína 3 - Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum. Kynning á tillögu að matsáætlun á vinnslustigi og athugasemdafrestur.

Landsnet undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3. Um er að ræða nýja 220 kV háspennulínu frá Akureyri að Hólasandi. Tilgangur framkvæmdarinnar er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi svo það ráði betur við truflanir, auka hagkvæmni í orkuvinnslunni með samtengingu virkjanasvæða og til að mæta þörfum við  uppbyggingu og núverandi atvinnustarfsemi á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdirnar eru einnig mikilvægar fyrir flutningskerfi landsins í heild sinni þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta þess á suðvesturhorninu og veikari hluta þess austanlands. Línan mun því bæta afhendingaröryggi raforku á Norður- og Austurlandi til muna.

Drög að tillögu að matsáætlun, athugasemdafrestur frá

4. janúar til 18. janúar 2016.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Landsnet hefur hafið vinnu við matið og er tillaga að matsáætlun er nú birt til kynningar á vinnslustigi. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is, og á heimasíðu verkfræðistofunnar EFLU, www.efla.is.

Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum sem nýst geta við komandi umhverfismatsvinnu. Allir geta gert athugasemdir við drögin. Koma skal athugasemdum til Friðriku Marteinsdóttur hjá verkfræðistofunni EFLU á netfangið fridrika.marteinsdottir@efla.is frá 4. til 18. janúar. Skriflegar athugasemdir skal merkja „Hólasandslína 3 220 kV. Drög að tillögu að matsáætlun“ og senda á eftirgreint heimilisfang:
EFLA Verkfræðistofa, V.t. Friðrika Marteinsdóttir, Hofsbót 4a, 600 Akureyri