Hollvinasamtök SAK færðu Kristnesspítala veglega gjöf

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) afhentu Kristnesspítala veglega gjöf þann 30.júní síðastliðinn. Um er að ræða 9 fullkomna flatskjái sem settir verða upp á setustofum spítalans sem og inn á nokkur herbergi.

Eining-Iðja og Félag málmiðnaðarmanna styrktu verkefnið veglega og einnig útvegaði Ormsson tækin með góðum afslætti og studdu þannig við verkefnið. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Það er einlæg von stjórnar Hollvinasamtakanna að gjöfin nýtist skjólstæðingum spítalans sem allra best.

Markmið Hollvinasamtaka SAk er að styðja við og styrkja starfsmei Sjúkrahússins á Akureyri. Skal það gert með því að vekja athygli á og hvetja til eflingar starfseminnar á opinberum vettvangi í samráði við yfirstjórn sjúkrahússins og eins með öflun fjár til styrktar starfseminni.

Nánai upplýsingar um samtökin má finna hér.

Til að skrá sig í Hollvinasamtök SAk er hægt að fylla út þetta skráningarblað.

 Eyjafjarðarsveit fagnar þessari gjöf og þeim hlýhug sem samtökin sýna Kristnesspítala.