Hugmyndasamkeppni - samantekt

Sveitarfélagið festi nýlega kaup á skóglendi ofan Hrafnagilshverfis, en áður tilheyri aðeins lítill hluti þess sveitarfélaginu. Á þessu svæði er m.a. Aldísarlundur sem um árabil hefur nýst skólasamfélaginu afar vel. Með stækkun þessa svæðis, ofan Aldísarlundar, opnast ýmsir möguleikar til útivistar, kennslu og leikja bæði fyrir skólasamfélagið og íbúa.

Sveitarstjórn hefur áhuga á að ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem væru til þess fallnar að auka samveru og útivist íbúanna. Efnt var til hugmyndasamkeppni þar sem leitað var til íbúa sveitarfélagsins um hvernig best væri að nýta svæðið. Fjölmargar hugmyndir bárust og má nálgast samantekt og yfirlit hér.