Húsvörður í Laugarborg

Nýlega var auglýst eftir húsverði í Tónlistarhúsið Laugarborg. 14 umsóknir bárust en umsóknarfrestur rann út þann 5. ágúst s. l. Gengið hefur verið frá ráðningu Eggerts Eggertssonar, Bolungarvík. Sambýliskona Eggerts er Dagrún Þorsteinsdóttir,  starfsmaður á Meðferðarheimilinu Laugalandi.