Í skugga Griegs

Tónleikar í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá andláti Edvards Griegs
selma_g_minni_120Tónleikar 9. September í Tónlistarhúsinu Laugarborg kl. 14.00 harald_minni_120
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Harald Björköy, tenór & Selma Guðmundsdóttir, píanó
Efnisskrá: Norsk sönglög eftir Edvard Grieg og samtíðarmenn hans.
Selma Guðmundsdóttir píanóleikari hóf tónlistarnám á Ísafirði, en stundaði síðan nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan framhaldsnám hjá Hans Leygraf, fyrst við Mozarteum í Salzburg í Austurríki og síðan við Tónlistarháskólann í Hannover í Þýskalandi. Hún starfar sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og meðleikari við Listaháskóla Íslands.

Norski tenórsöngvarinn Harald Björköy hóf feril sinn árið 1982 og hefur sungið á tónleikum víða í Evrópu og í Bandaríkjunum, en þar þreytti hann frumraun sína árið 1991 í Weill tónleikasalnum í Carnegie Hall í New York. Harald Björköy er prófessor í söng við Griegakademíuna í Bergen, þar sem hann átti frumkvæðið að verkefninu “Í skugga Griegs”, þar sem safnað var saman og tekin upp verk sex norskra tónskálda frá árunum 1880 til 1940.