Íbúafundur - kynning á drögum að nýrri búfjársamþykkt

Miðvikudaginn 17. október kl. 20 verður íbúafundur í matsal Hrafnagilsskóla, þar sem kynnt verða drög að nýrri búfjársamþykkt fyrir Eyjafjarðarsveit. Á fundinum verða Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur og Ásgeir Örn Jóhannsson, hdl.

Drögin að búfjársamþykkt er hægt að kynna sér með því að smella hér.

Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í að móta þær reglur sem við ætlum að vinna eftir.

Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd