Íbúar fá frítt í sund í nóvember

Fréttir

Landsátak verður í sundi í nóvember og hefur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákveðið í tengslum við það að bjóða íbúum sveitarfélagsins frítt í sund allan mánuðinn. Þeir sem eiga árskort fá kortinu sínu sjálfkrafa framlengt um einn mánuð í tilefni þessa og þurfa því ekki að óska sérstaklega eftir því.