Íhugunarstund og hátíðarmessur

Íhugunarstund
Á föstudaginn langa 22. apríl verður íhugunarstund í Munkaþverárkirkju kl. 11. Kirkjan hefur löngum íhugað píslargöngu frelsarans. Að þessu sinni verða skoðuð nokkur listaverk eftir Caravaggio, Massys, Hieronymus, Chagall, Munk og Denis. Meðan verða lesnir íhugunartextar og úr Passíusálmum Hallgíms Péturssonar. Lesarar eru ásamt presti Aníta Jónsdóttir, Leifur Guðmundsson og Valgerður Schiöth. Daníel Þorsteinsson organist leikur tónlist inn á milli lestra.

Hátíðarmessur
Á páskadag verða hátíðarmessur í Grundarkirkju kl. 11 og Kaupangskirkju kl. 13.30.

Kær kveðja, Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi