Íþrótta- og tómstundastyrkur barna

Fréttir

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá lýðheilsunefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.

Styrkur árið 2020 er fjárhæð 20.000 kr.

Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda:
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
2. Staðfestingu á greiðslu.
3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.

Hér er hægt að nálgast umsókn á rafrænu formi.