Járna- og timburgámar

Fréttir

Til að hvetja til góðrar umhirðu og umgengni um náttúru okkar hefur járna- og timburgámum verið komið fyrir hjá Vatnsenda og í Djúpadal við gatnamót Dalsvegar og Finnastaðavegar,.

Hvetjum við íbúa til að nýta sér þessa þjónustu og brýnum jafnframt fyrir notendum þeirra að flokka rétt í þá.

  • Ef við flokkum rétt þá fara gámar á Akureyri þar sem efnið fer í rétt ferli og endurvinnslu eftir því sem við á.
  • Ef við flokkum ekki rétt og mismunandi flokkar blandast í gámum þá eru gámarnir fluttir um þrjú hundruð kílómetra leið og efnið fer í urðun með tilheyrandi umhverfisspori og miklum kostnaði. Á þetta einnig við um þegar hent er í gámana á gámasvæðinu.

Gott er að hafa þetta í huga núna við endurnýjun girðinga en þar þarf að aðskilja timbur frá girðingu áður en efnið fer hvort í sinn gám.

Fegrum umhverfið og flokkum rétt.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.