Kaffitónleikar í Laugarborg

Næst komandi sunnudag hefst 5. starfsár Tónlistarhússins Laugarborgar. Þar kemur kaffi_120fram Þórunn Lárusdóttir söng- og leikkona og ætlar hún að syngja fyrir gesti þekkt lög úr leikritum og söngleikjum.

Með henni leikur Hljómsveit hússins en hana skipa Daníel Þorsteinsson á píanó, Eiríkur Stephensen á kontrabassa og Halldór Hauksson á trommur. Eins og venja er á upphafstónleikum starfsárs reiða kvenfélagskonur í Iðunni fram sunnudagskaffi að tónleikum loknum. Miðaverð er kr. 2.500,-