Kjörfundur vegna Þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00.

Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.

Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 29. mars 2011,
Emilía Baldursdóttir, Ólafur Vagnsson, Níels Helgason