Kynningarfundur - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Fréttir
Hrafnagilshverfi
Hrafnagilshverfi

Kynning á deiliskipulagslýsingu miðvikudaginn 24.júní klukkan 17:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla.

Skipulagsnefnd hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi nýs deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi í samstarfi við þau Árna Ólafsson og Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu Arkitekta.
Er nú komið að því að kynna fyrstu drög skipulagslýsingarinnar og skipulagsferlið fyrir íbúum sveitarfélagsins og mun Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingafulltrúi Eyjafjarðarsveitar, sjá um þá kynningu. Fundargestum gefst þar færi á að spyrja spurninga og í framhaldi koma með athugasemdir.