Leifsstaðir 2, Eyjafjarðarsveit – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir gistiþjónustu í landi Leifsstaða 2 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, 1500 fm viðbyggingar við hótel, þriggja frístundahúsa, tíu gistihýsa og aðstöðuhúss. Auk þess er gert ráð fyrir tjaldsvæði, götum milli húsa og landmótun á svæðinu Á sama fundi var samþykkt að auglýsa skv. 31. gr. skipulagslaga breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 þar sem verslunar og þjónustusvæði VÞ4 er stækkað í samræmi við ofangreind áform, íþróttasvæði ÍÞ2 fellt út og frístundasvæði F3b fært inn í skipulag.

Aðalskipulagstillaga og deiliskipulagstillaga með umhverfisskýrslu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 1. júlí til 12. ágúst 2021 og eru auk þess aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til fimmtudagsins 12. ágúst 2021 til að gera athugasemdir við skipulagstillögunar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Hlekkur á greinagerð deiliskipulagstillögu

Hlekkur á tillögu deiliskipulagsuppdráttar

Hlekkur á skýringaruppdrátt

Hlekkur á aðalskipulagstillögu