Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit

- óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmenn með aðra uppeldismenntun.
Um er að ræða:
• Tvær 100% stöður vegna fæðingarorlofs. Önnur er frá frá 1. des. 2013 til 28. febrúar 2014. Hin staðan er frá 1. janúar 2014.
• Ein 100% staða frá 1. janúar 2014.
Krummakot er þriggja deilda leikskóli með hátt í 60 nemendur og eru deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða Jákvæðan aga og markvisst unnið með málrækt, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu, myndlist og tónlist. Leitað er eftir metnaðarfullum,  áhugasömum og traustum einstaklingum sem  eiga auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi. Umsóknarfrestur er til 19. nóvember n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/892-7461, netfang hugruns@krummi.is