Málverk eftir Laufey Margréti Pálsdóttur

Um nokkurt skeið voru málverk á göngum skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eftir listamanninn Sajóh; Samúel Jóhannsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Að þesssu sinni eru nokkur málverk eftir listamanninn Laufey Margréti Pálsdóttur sem prýða ganga skrifstofunnar.

Laufey Margrét Pálsdóttir (1965) lauk námi frá málaradeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1989. Hún starfaði í fjöldamörg
ár sem formlistamaður hjá Leikfélagi Akureyrar. Laufey hefur starfað við myndlistarkennslu fyrir börn og fullorna um árabil og átt í samstarfi við ýmsa listamenn í tengslum við myndlistarsýningar, gjörninga, kennslu o.fl. Þá hefur hún haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga.
Laufey býr og starfar á Akureyri og vinnur nú að stórri einkasýningu.