Meistaramót 12-14 ára fór fram í Borgarnesi

Þann 14.-15.júlí síðastliðinn fór mótið fram í Borgarnesi og árangurinn var frábær hjá þátttakendum.

Þá er keppni lokið á Meistaramóti Íslands 12-14 ára. Þeir sem fóru voru: 

 Samherjar: Sveinborg, Árni Bragi,Ingvar, Hermann,Freyr, Egill, Bjarni

Smárinn: Steinunn,Guðlaug, Björgvin,

Dalvík:       

Ólafsfjörður: Gunnlaug

Reynir:

Æskan:  Eir, Gréta,Jón Axel, Andri, Unnar

Grenivík: Matthildur, Harpa,Karen, Jakob

Þetta var ungt, óreynt og ég tala nú ekki um kvíðið lið sem mætti til leiks og voru 11 að keppa á sínu fyrsta meistaramóti en það stóðu sig allir vel og það náðu nánast allir í stig. Steinunn kom heim með 2 silfur í 100m og 800m og bætti sinn persónulega árangur í hástökki (1,40m) En sú sem kom mest á óvart og þó aðallega sjálfri sér var Gunnlaug en hún náði silfri í hástökki, 800m og boðhlaupi síðan var hún 5. í 80m grindahlaupi þar sem hún keppti með 13 ára stelpum en hún er bara 12 ára og síðan var hún 6. í langstökki. Gréta Rún náði silfri í boðhlaupi,bronsi í spjótkasti og varð 6. í 60m. Guðlaug náði bronsi í 800m Frábær árangur stelpur 

Strákarnir náðu ekki á pall í einstaklingsgreinunum en voru ansi oft í úrslitum.

En þá að boðhlaupssveitunum okkar. 12 ára stelpur náðu silfri í 4x100m en það voru þær Sveinborg,Gunnlaug, Eir og Gréta og enduðu þær í öðru sæti í stigakeppni 12 ára stelpna. 13 ára strákar náðu bronsi í 4x100m en í þeirri sveit voru Árni Bragi, Ingvar, Hermann og Bjarni og enduðu þeir í 5. sæti í stigakeppni 13 ára drengja. 14 ára strákasveitin náði 3. sæti í 4x100m og í þeirri sveit voru Jakob, Björgvin, Egil og Freyr en það má geta þess að Jakob er bara 12 ára. 14 ára strákarnir enduðu í 4. sæti í stigakeppninni. 14 ára stelpur lentu í 4. sæti í sínu boðhlaupi en í þeirri sveit voru Matthildur, Karen, Steinunn og Guðlaug. Þær enduðu í 4. sæti í stigakeppninni. UMSE enduðu síðan í 4. sæti í heildarstigakeppninni sem var frekar óvænt og enduðum við fyrir ofan Breiðablik sem er með flesta iðkendur á landinu og minni ég enn á þær aðstæður sem við megum æfa við.

Ég vil sérstaklega þakka foreldrum fyrir hjálpina um helgina og þeim foreldrum sem lögðu á sig að fylgja krökkunum á mótið ég vona að þið hafið skemmt ykkur

 Kveðja Ari