Melgerðismelar 2011

Opið Stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 19.-21. ágúst.

Keppt verður í :
A- flokki, B- flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki i og verður forkeppnin með
þrjá inni á vellinum í einu. Í barnaflokki verður sýnt fet og tölt/og eða brokk.
Tölt með tvo inni á velli í forkeppni.
100m skeið, 150m skeið og 250m skeið.
300m stökk og 300m brokk.

Mótið er jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélaganna Léttis og Funa.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Funa og Léttis.

Mótanefnd Funa og Stjórn Léttis