Messa í Möðruvallakirkju 3. apríl

Næstkomandi sunnudag 3. apríl verður messa í Möðruvallakirkju kl. 13.30. Kór Ólafsfjarðarkirkju kemur í heimsókn og syngur við messuna ásamt Kór Laugalandsprestakalls. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði og sr. Guðmundur Guðmundsson verða með samtalsprédikun um boðunardag Maríu. Sóknarnefndirnar í prestakallinu bjóða í kirkjukaffi eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.